Um okkur

Við sem stöndum að Erninum höfum langa reynslu af því að vinna með syrgjendum á öllum aldri. Við teljum mjög mikilvægt að finna vettvang þar sem hægt er að vinna með börnum og unglingum á friðsælum stað yfir heila helgi. Með þessu erum við að styrkja mikilvæga úrvinnslu til framtíðar fyrir börn og unglinga á Íslandi sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum.

Í stjórn Arnarins eru:

  • Heiðrún Jensdóttir matráður og upphafsmanneskja verkefnisins
  • Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ
  • Hjalti Jón Sverrisson prestur í Laugarneskirkju

Verkefnastjóri Arnarins er Matthildur Bjarnadóttir guðfræðingur og sorgarráðgjafi.

Vídalínskirkja í Garðabæ er bakhjarl verkefnisins.

Sjálfboðaliðar

Allir sem koma að verkefninu, gefa vinnu sína, annað væri alltof mikill kostnaður. Við erum gríðarlega þakklát því frábæra fólki sem hefur lagt verkefninu lið. Í sjálfboðaliðahópnum eru prestar, djákni, guðfræðingar, sálfræðingar, matráðar, hárgreiðslukonur, tannlæknir, sjúkraþjálfari og listamenn.