Örninn táknar andlega vernd, flytur bænir, og færir styrk, hugrekki, visku, lýsingu í anda, lækningu, sköpun og þekkingu á leyndardóma.

Markmið sumarbúðarbúðanna er:

Vatnaskógur

Sumarbúðirnar í Vatnaskógi eiga sér langa sögu og aðstaðan þar er frábær. Nýbúið er að byggja svefnskála fyrir yfir hundrað manns. Eyrarvatnið og skógurinn í kring skapa einstaka umgjörð um byggingar og starfsemi sumarbúðanna.

http://www.vatnaskogur.is/

Dagskrá

Föstudagur

16:00 Farið af stað frá Vídalínskirkju í Garðabæ
17:30 komið í Vatnaskóg
18:00 Samhristingur í Birkiskála
19:00 Matur
19:30 Kynning á verkefnum í Listasmiðju
20:00 Kvöldvaka í Gamla Skála
21:00 Minning látinna (yngri hópur)
22:00 Ró og svefn (yngri hópur)
22:00 Minning látinna (eldri hópur)
00:00 Ró og svefn (eldri hópur)

Laugardagur

09:30 Morgunverður
10:00 Bátar
11:00 Sorgarúrvinnsla í samtölum.  Eldri/Yngri hópar
12:00 Hádegismatur
13:00 Íþróttahús, Hoppukastalar, kassabílar,
14:00 Listasmiðja
15:00 Kaffi
16:00 Sorgarúrvinnsla í samtölum. Eldri/Yngri Hópur
17:00 Listasmiðja
19:00 Kvöldmatur
20:00 Kvöldvaka
21:00 Kertafleytingar í minningu látinna á Eyrarvatni (yngri hópur)
22:00 Ró og svefn (yngri hópur)
22:00 Kertafleytingar í minningu látinna á Eyrarvatni (eldri hópur)
00:00 Ró og svefn (eldri hópur)

Sunnudagur

09:30 Morgunverður
10:00 Hreyfing og slakandi æfingar í íþróttahúsi
10:40 Sorgarúrvinnsla í samtölum. Eldri/Yngri hópur
11:30 Listasmiðja
12:30 Matur
13:00 Foreldrum boðið á staðinn
13:00 – 15:30 Sig, Listasmiðja, hreyfing í íþróttahúsi, bátar, göngutúr að Eyrarvatni
15:30 Kaffi
16:00 Samvera með foreldrum í Birkiskála
17:00 Heimferð

Kostnaður

Börnin og unglingarnar sem taka þátt í starfinu borga ekkert fyrir ferðina í sumarbúðirnar. Barnavinafélagið Sumargjöf, Minningarsjóður Jennýjar Lilju, einstaklingar og fyrirtækið hafa styrkt verkefnið. Það er okkur gríðarlega mikilvægt að efnhagur foreldra ráði því ekki hvort barnið þeirra getur tekið þátt í starfinu.