Örninn

Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn býður upp á helgardvöl og samverur fyrir börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.

Markhópur

Börn á aldrinum 10-12 ára og 13-18 ára
sem hafa misst náinn ástvin.

Öruggur staður

Heiðrum minningu ástvina

Höfum gaman

Samverur

Fjórum sinnum á ári eru haldnar samverur fyrir foreldra og börn sem nýta sér helgardvöl í sumarbúðum.  Það er nauðsynlegt að vera búið að byggja upp traust áður en að farið er og einnig að veita eftirfylgd þegar búið er að fara í sumarbúðirnar.  Við bjóðum upp á samtal, góða fyrirlesara og svo borðar hópurinn saman kvöldmat.   Það eru prestar og sálfræðingar í hópnum sem leiða samtölin á þessum samverum.  Þau sem eru skráð í sumarbúðadvölina hér á heimasíðunni fá fundarboð á samverurnar og þess vegna er mikilvægt að skrá inn netfang.

Stund­um þurfa til­finn­ing­ar að fara á blað
og síðan vilj­um við losa okk­ur við þær.