Vegna heimsfaraldursins gátum við ekki farið í helgarferðina okkar að vori eins og venjulega. Henni hefur verið frestað fram í nóvember en til þess að bæta okkur upp hversu lítið við gátum hist þessa önnina hefur Örninn ákveðið að halda sumarnámskeið í ágúst strax eftir verslunarmannahelgi, 4.-7. ágúst. Námskeiðið er ætlað börnum sem hafa misst foreldri eða annan náinn ástvin og eru á aldrinum 9 til 12 ára. Þau sem eru eldri og hafa áhuga á að vera með eru hjartanlega velkomin sem sjálfboðaliðar og við heitum því að það verði ekki síður skemmtilegt og gagnlegt!