Það er okkur mikil gleði að segja frá því að í Reykjavíkurmaraþoninu í ár hlupu 18 manns fyrir Örninn og söfnuðu í það heila 786 þúsund krónum sem munu nýtast vel í starf Arnarins. Það gladdi okkur mikið hvað það voru margir sem hlupu fyrir félagið okkar og söfnuðu áheitum. Meðal þeirra voru sjálfboðaliðar Arnarins,  börn sem eru virkir þátttakendur í Erninum, foreldrar þeirra og vinir.

Stemningin var frábær, hlaupið gekk vel og allir voru svo glaðir með sitt framtak. Planið er að vera aftur með að ári og við tökum fagnandi á móti öllum sem hafa áhuga á að slást í hópinn og hlaupa fyrir Örninn.