Loksins er komið að því! Eftir að hafa þurft að fresta ferðalagi Arnarins þrisvar sinnum vegna heimsfaraldurs erum við loksins að fara af stað helgina 24.-26 september upp í Vindáshlíð. Það er mikill spenningur í hópnum og nú þegar mörg börn skráð í ferðina. Miðvikudaginn 8. september kl 17:15 verður undirbúningssamvera í safnaðarheimili Vídalínskirkju fyrir öll sem eru áhugasöm og við hvetjum sem flesta til þess að koma og kynna sér ferðina betur. Það lækkar líka kvíða stuðulinn að vera búin að hitta hina krakkana aðeins sem fara með 🙂

Enn eru nokkur pláss laus svo ef einhver hefur áhuga á að bætast í hópinn má endilega hafa samband við Matthildi verkefnastjóra Arnarins á netfanginu matthildurbjarna@gmail.com eða skrá sig beint í ferðina í gegnum slóðina https://skraning.gardasokn.is/Event.aspx?id=5 .

Það er afskaplega gott að geta byrjað starfið okkar á nýju hausti með töluvert eðlilegri hætti en verið hefur og það er mikill hugur í Erninum. Í vetur ætlum við að leggja meiri kraft í að kynna okkur og ná til enn fleiri sem á þurfa að halda. Svo ekki hika við að leggja okkur lið með því að segja fleirum frá starfi félagsins.