Miðvikudaginn 15. október var önnur samvera vetrarins í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Arnar Sveinn Geirsson og Sr. Matthildur Bjarnadóttir ræddu við fullorðna og unglinga um sorg barna og tengsl þeirra við foreldra og uppeldisaðila. Arnar missti móður sína ungur að aldri og þekkir af eigin reynslu hvað það er að vera barn í sorg. Yngri hópurinn var á meðan í listasmiðju út frá kvikmyndinni Elio sem þau sáu á fyrstu samveru vetrarins. Þar fengu þau að föndra eigin grímur og minnast þeirra ástvina sem þau hafa misst. Útkoman var einstök og börnin fengu frjálst val til að koma sorgarferlinu í mynd. Síðan tók við kvöldmatur og allur hópurinn náði gæðastund áður en haldið var heim.
Eftir samveruna tók við aðalfundur Arnarins og formlega var farið yfir ársreikning frá árinu 2024 og kosið í stjórn.
Við hjá Erninum erum þakklát fyrir starfið og þær stundir sem við fáum með þessum einstaka hóp.
