Örninn hélt sína síðustu samveru á árinu í gær, þann 10. desember. Skógræktarfélag Reykjavíkur tók á móti okkur og fjölskyldur fengu að útbúa skreytingar til að fara með á leiðin fyrir jólin. Hópurinn fór í skógarferð í myrkrinu, fékk heitt súkkulaði með rjóma og gómsætar veitingar að göngunni lokinni. Við lok samverunnar kom kertasníkir jólasveinn og gladdi mikið lítil hjörtu.




