Á degi barna í sorg, þann 20. nóvember bauð Örninn og Sorgarmiðstöð upp á fræðslu í hádeginu og minningarstund um eftirmiðdaginn. Fimm ungmenni sem eiga reynslu af missi ræddu við Matthildi Bjarnadóttur prest og verkefnastjóra Arnarins um reynslu sína. Þau deildu því sem gagnaðist þeim vel í þeirra sorgarúrvinnslu og hvað þau lærðu á leiðinni.

Fræðslan var í beinu streymi og síðan var boðið upp á listasmiðju og afrakstur hennar var notaður í minningarstundinni. Minningarstundin var haldin í Vídalínskirkju þar sem Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson fluttu okkur tónlist. Heiðrún Jensdóttir flutti ávarp fyrir hópinn. Stundin var á forsendum ungs fólks og fjölskyldna þeirra þar sem við með táknrænum hætti minntumst látinna ástvina.

Viljum þakka öllum ungum syrgjendun og aðstendendum þeirra fyrir fallega stund.