Fram undan er aðalfundur Arnarins en hann verður haldinn 20. nóvember klukkan 19:30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju.

Dagskráin er eftirfarandi:

A) Kosning fundarstjóra og fundarritara

B) Skýrsla stjórnar

C) Ársreikningar félagsins lagðir fram

D) Lagabreytingar

E) Kosning stjórnar

F) Önnur mál

Fundurinn stendur öllum opinn.