Næsta samvera Arnarins í Vídalínskirkju í Garðabæ verður miðvikudaginn 16. október kl.17:15. Þar ætlar dr. Díana Ósk Óskarsdóttir að tala um meðvirkni við foreldra/forráðamenn. Það verður unnið í hópum með börnunum og unglingunum. Síðan verður boðið upp á ilmandi kjúklingasúpu. Við viljum minna á að Örninn er með fésbókarsíðu þar sem við birtum einnig fréttir og myndir, en hún heitir Örninn-minningar-og styrktarsjóður.