Örninn kom saman þann 20. nóvember síðastliðinn og átti afskaplega góðan fund. Við héldum áfram að vinna í verkefnabókinni okkar sem við munum hafa til hliðsjónar í vetur og svo fór yngri hópurinn í leiki á meðan unglingarnir nutu þess að sitja og spjalla áfram eða ,,chilla“ eins og það er gjarnan kallað í daglegu tali.
Að þessu sinni var líka boðið upp á dagskrá fyrir aðstandendur en Bjarni Karlsson, prestur og sálgætir við sálgæslustofuna Haf, hélt fyrirlestur um virk, vanvirk og meðvirk samskipti. Það var mikil ánægja með fyrirlesturinn og það er alltaf gott þegar við getum líka boðið fullorðna fólkinu upp á fræðandi og gott samfélag. Þegar dagskránni var lokið nutum við þess að staldra við og borða saman kvöldmat.
Þetta var síðasta samvera þessa árs en við byrjum aftur af krafti í janúar og hlökkum til að hittast á nýju ári.